Skilmálar og skilyrði

 

Afbókunarskilmálar

Allar afbókarnir verða að berast með bréfi eða tölvupósti. Samkvæmt íslenskum lögum um ferðaþjónustu er ferðaþjónustaðila heimilt að rukka gjald vegna afbókunar sem er eftirfarandi:

Thule Trails áskilur sér rétt til þess að halda eftir staðfestingargjaldi sem tiltekið er hér að neðan til ef viðskiptavinir hætta við þátttöku innan þriggja mánaða frá brottför:

● Lengri ferðir yfir nótt/nætur að sumri til 20%
● Lengri ferðir yfir nótt/nætur að vetri til 25%
● Grænlandsferðir 30%
● 50% af verði ferðar ef afbókað 8-21 dögum fyrir brottför
● 75% af verði ferðar ef afbókað er 2-7 dögum fyrir brottför
● 100% af verði ferðar ef abókað formlega innan við 2 dögum fyrir brottför

Gengi

Öll verð eru uppgefin í íslenskum krónum. Farið er eftir Visa gengi Sparisjóðs Suður- Þingeyinga á degi sem færsla er gerð.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Aflýsing eða breytingar á ferðaáætlun

Vegna atburða og aðstæðna sem telja má ófyrirsjáanlega og þess eðlis að ferðaskrifstofan getur á engan hátt haft áhrif á atburðarás, né afleiðingar tengdum þeim, ber ferðaskrifstofan enga ábyrgð. Í slíkum tilvikum er ferðaskrifstofunni heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu, enda verði farþegum tilkynnt tafarlaust þar um. Geri ferðaskrifstofan breytingar á ferð áður en hún hefst skal tilkynna það farþega svo fljótt sem unnt er. Sé um verulega breytingu að ræða ber farþega að tilkynna ferðaskrifstofunni eins fljótt og unnt er hvort hann óski eftir að rifta samningnum eða gera viðbótasamning. 

Tryggingar

Við hvetjum viðskiptavini til að huga vel að tryggingamálum sínum áður en lagt er upp í ferð. Þegar ferð er greidd með greiðslukorti a.m.k. að hálfu fylgir oft með ferðatrygging frá greiðslukortafyrirtækjunum. Athugið að þessar tryggingar eru mjög mismunandi eftir tegund greiðslukorts. Kynnið ykkur vel skilmála hjá greiðslukortafyrirtækjunum. Einnig er hægt er að sækja um sjúkratryggingakort hjá Sjúkratryggingum Íslands www.sjukra.is. 

Allir þátttakendur í ferðum taka þátt á eigin ábyrgð. Hver og einn sér um tryggingar fyrir sig og sinn farangur. Ferðamenn eru því hvattir til að kaupa ferða- og slysatryggingar og hafa samband við tryggingafélag varðandi nánari upplýsingar. Athugið að hægt er að hafa samband við sjúkratryggingar Íslands og til að nálgast Evrópska sjúkratryggingakortið. 

Vegabréf og aðbúnaður

Það er alfarið á ábyrgð farþegans að afla sér upplýsinga um og tryggja sér þau ferðaskilríki og áritanir sem þarf að hafa meðferðis fyrir það land sem ferðast er til. Áður en ferð hefst þarf að kanna hvort vegabréfsáritunar sé þörf eða annara skjala. Upplýsingar er að finna á heimasíðu Utanríkisráðuneytisins ( sjá link hér neðar). Ef um millilendingar er að ræða þarf einnig að athuga áritun á millilendingarstað. Gæta skal vel að gildistíma vegabréfsins fyrir brottför. Athuga þarf einnig hvort vegabréf sé gilt nógu lengi því ákveðin lönd krefjast þess að vegabréf sé gilt í allt að 6 mánuði frá þeim degi sem landið er yfirgefið. Alltaf skal ferðast með vegabréf, jafnvel þegar ferðast er innan Schengen svæðisins. Vegabréfið er eina alþjóðlega viðurkennda opinbera skilríkið til annarra landa. Íslenskir ríkisborgarar sem ferðast til Bandaríkjanna verða að fylla út ESTA umsókn með að minnsta kosti þriggja daga fyrirvara. Alltaf þarf að skoða gildar reglur um viðkomandi þjóðerni. Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins er að finna upplýsingar um reglur fyrir Íslendinga.

http://www.utanrikisraduneyti.is/borgarathjonusta/ferdalagid/vegabrefsaritanir/ 

Aðbúnaður

Thule Trails ber ekki ábyrgð ef aðbúnaður og þjónusta gististaðanna er tímabundið ekki fyrir hendi, t.d. sökum bilana, lokunar á veitingastöðum eða viðgerða, t.d. ef sundlaug er lokuð vegna hreinsunar eða vegna endurnýjunar. Þótt misjafnlega sé staðið að þrifum á gististöðum ná þau oft á tíðum ekki að standa undir kröfum Íslendinga. Komi upp óánægja með þrif á vistarverum skal tafarlaust hafa samband við stjórnendur viðkomandi gististaðar eða fararstjóra á staðnum ef þeir eru til staðar. 

Skyldur viðskiptavina

Ávallt skal fara að lögum og reglum í þeim löndum sem ferðast er til. Viðskiptavinir skulu hlíta fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólks þeirra aðila sem Thule Trails skiptir við og taka tillit til samferðarmanna sinna. Brjóti farþegi af sér er Thule Trails heimilt að senda viðkomandi heim á eigin kostnað, án endurkröfuréttar á hendur ferðaskrifstofunnar. Thule Trails hefur heimild til að neita einstaklingum um þjónustu. Viðskiptavinur ber ábyrgð á því tjóni sem hann kann að valda með framkomu sinni. Þeir sem ekki mæta á réttum tíma hvort sem er í flug eða aðrar ferðir hafa fyrirgert rétti sínum til bóta, verði hann af ferðinni af þeim sökum. 

Vandamál

Ef af einhverjum ástæðum koma upp vandamál í ferðinni skal tafarlaust hafa samband við fararstjóra/leiðsögumann þar sem þeir eru. Þeir munu reyna að greiða úr hvers manns vanda og gera það sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið á staðnum. Takist það ekki svo viðunandi sé að mati farþega skal hann snúa sér til Thule Trails, strax eftir komuna til landsins eða í síðasta lagi innan 10 daga frá því að viðkomandi ferð lauk, að öðrum kosti verða hugsanlegar bótakröfur ekki teknar til greina. Vinsamlegast athugið að athugasemdir viðskiptavina verður að leggja fram skriflega svo að þær fái eðlilega afgreiðslu. 

 

Thule Trails ehf, s 699 4491, info@thuletrails.com, Skeljagranda 6, 107 Reykjavík